3.6.02

Almannavarnakrapp

Rétt í þessu voru almannavarnaflautur Skaufabæjar keyrðar á fullum styrk. Þetta getur þýtt eitthvað af eftirtöldu:

a) Rússarnir eru að koma.
b) Klukkan var þrjú að eftirmiðdegi fyrsta dags júnímánaðar.

Á svona stundum prísa ég mig sælan að hafa kjarnorkusprengjuvarnarbyrgi í kjallaranum.

Og þess má einnig geta að interfeis krappetíkrappsins hefur verið stórlega uppfært eins og sést á dálkinum hérna til hægri. Þar er numera hægt að berja augum lista yfir þá sem leyfi hafa til að tjá sig á þessu krappi (þó þeir geri það í mismiklum mæli), svo og er boðið upp á krækjur (víva Sverrir Páll) yfir á annað krapp sem á einhvern hátt þóknast (eða ekki þóknast) meðlimum Krappetíkrapps.

Engin ummæli: