1.6.02

Tilbakadragníngskrapp plús Rymdbollakrapp

Ég verð víst að taka aftur þennan dóm minn um interfeis halezar sem ég slengdi fram í gær. Drengurinn tók sig til og fixaði pakkann þannig að nú fær það þrjár stjörnur af fimm mögulegum. Ég er ekki alvegn nógu sáttur við litasamsetninguna ennþá, en þetta kemur sennilega alltsaman. Við horfðum einmitt á hina yndislegu mynd "Det våras för stjärnorna" í gær, sem er sænska þýðingin á "Spaceballs". Svíar hafa nefnilega tekið upp þann fruntalega vitlausa sið að skíra allar Mel Brooks myndir "Det våras för"-eitthvað. Er þetta sennilega arfleifð frá því þegar fyrsta mynd Mella, "The Producers" hefur verið þýdd "Det våras för Hitler" (sem er eðlilegt þar sem lagið "Springtime for Hitler" spilar þar stóra rullu). Eftir það hafa sennilega komið "Det våras för Frankenstein", "Det våras för sheriffen" (Blazing saddles) og síðan "Det våras för Stjärnorna", sem ætti fræðilega séð að heita "Rymdbollarna". Svíar eru greinilega of sniðugir til að haga sér eins og menn þegar kemur að þýðingum.

Og talandi um þýðingar, þá er það alveg fruntalega óþolandi hvað téðir Svíar eru tregir að láta upprunalegan titil mynda fylgja með þegar þeir lista Dagskrá Kvöldsins í hinum ýmsustu miðlum. Þetta er svona hliðstætt við það ef að myndin "Á ystu nöf" væri auglýst sem laugardagsmynd Ríkisútvarpsins Sjónvarps og engar aðrar upplýsingar látnar fylgja með. Eins og alþjóð veit þá getur þessi titill átt við hvaða FanDamm/DolfLundgren/Svartsenägger/Stallón/StívenSígal-mynd sem er sem komið hefur síðustu 20 árin. Það er því ekki um annað að ræða en að láta það koma sér á óvart hvaða mynd er á ferðinni, eða einfaldlega finna sér eitthvað annað að gera, svosem bútasaum ellegar bróderí (sem hefur frekar verið fallið hjá mér upp á síðkastið).

Halez var alltént í því allt kvöldið að koma Speisbolls yfir á diggitalt format, og notaði hann til þess sína fruntalegu disjital myndavél. Hérna er einn rammi úr atriði seint í myndinni þar sem Svarta Hjälmen er að skýra Den Enstaka Stjärnan frá uppruna sínum.



Smellið á myndinna til að fá Speisbolls í heild sinni svo og leik Senegal og Frakklands í knattspyrnu. Krapp.

Engin ummæli: