27.5.02

Málþingið - Er R2D2 dvergur? Í hádeginu í gær, þegar ég, Drengur, Halez og Farbrorinn fórum og fengum okkur að éta spruttu upp gríðarlega málefnanlegar umræður um það hvort að dvergur sé inní R2D vélmenninu í Star Wars...farbrorinn hélt því statt og stöðugt fram við mikin hlátur viðstaddra.



Núna verð ég að viðurkenna að farbrorinn hafði rétt fyrir sér, enda er hann með blæti fyrir Star Wars.

Fór ég aðeins að forvitnast um þennan dverg sem heitir Kenny Baker og hvað það er sem hann gerir inní vélmenninu, svarið við því er að finna á FAQ á heimasíðunni hans:

What do you do inside R2D2?

I sit inside and listen to instructions, it can be very noisy in there at times, so you have to be alert. I have two levers to enable movement from side to side, but the I can only move 3 inches at a time.


Þetta er það besta sem ég hef heyrt lengi. Þeir geta gert róbóta á stærð við risaeðlur í Jurassic Park II en þeir geta ekki fjarstýrt R2D2!! Djöfulsins snilld.

Engin ummæli: