Svo virðist sem að krappið hafi verið vanrækt töluvert í því spennufalli sem varð þegar lokaritgerðinni var hent inn. Verður nú gerð bragarbót á því máli.
Krapp dagsins er eftirfarandi, ef krapp getur kallast: Ég og RobbiK vorum viðstaddir villt grillgeim í fyrrakvöld heima hjá Thorvaldi Jochumssyni Esq., og þar hélt ég prufutökur fyrir væntanlega arftaka Búbúkisa:

Eins og sést á undirhökunni (á mér, ekki kettinum) þá hefur ekki alveg gefist tími til að stunda gymmið að ráði síðustu 3 árin, en ætli það verði ekki sett í gang átak þegar þessi helv. skóli tekur enda.
Svosem ekki merkilegt krapp, en eitthvað verður að krappast...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli