23.5.02

Ein af þeim síðum sem ég heimsæki daglega er Tilveran. Oftar en ekki eru þar myndir af djamminu og tenglar á síður sem ganga aðeins út á það að birta myndir af sauðdrukknu fólki. Nú upp á síðkastið hafa þessar myndir orðið æ djarfari og djarfari og virðist sem að sá sem á stafræna myndavél geti fengið næstum hvaða kvenman sem er til að fletta klæðum.

Þess vegna hef ég ákveðið að fjárfesta í stafrænni myndavél. Svo er bara að fara í bæinn og reyna að tæla stúlkur til að vísa á sér brjóstin svo að ég geti sett það á heimasíðuna mína til að auka gestafjöldann.

Tjáðu þig á robbik.net Málþing - Djammmmmyndir

Engin ummæli: