8.5.02

Gleði gleði gleði, gleði líf mitt er

Sænskuslettur í þessu krappi eru feitletraðar.

Mikið er nú assgoti gaman þegar hægt er að ná þeim fróma árangri að verða umtalsefni á ekki færri en tveimur svokölluðum vefdagbókarsíðum sama daginn. Fyrst var það Geiri frændi sem reið á vaðið, og póstaði flennistórri mynd af mér og heitmey minni þar sem ég er gjörsamlega útúr heiminum af ölvun að heimili mínu síðastliðið gamlárskvöld. Hann hefur sennilega orðið sér útum þessa mynd í einkamyndaalbúmi mínu, sem ég fyrir slysni asnaðist til að gera opinbert á veraldarvebnum. Ég hef svosem ekkert nema gott um það að segja, og ég vona að Geiri sjái sér fært að birta fleiri gullmola úr þessu myndasafni ef honum þóknast svo (það væri ekkert svo slæm hugmynd fyrir hann að byrja á þessari ef hann kemst á skrið).

Hitt väfsätrið sem gerði mig að umræðuefni var kommúnistaväfur Húgó Boss (+ Rokk), sem hafði víst lagt merki til hvernig ásókn svía í vefsetrið fór upp úr öllu valdi, og ályktað réttilega að þar væri ég á ferð. Hann eignaði mér heiðurinn af því að hafa kynnt sér fyrir hinum örgu harðrokksgrúppum Pantera og Sepultjúra, og ég get nú ekki annað sagt en ég fyllist stolti er ég les slík skrif. Svo mikið var stoltið að ég blastaði Walk með Pantera úr rafræna emmpjéþrír-spilaranum á eins háum styrk og hægt er miðað við að klukkan er 2 að nóttu til í fjölbýlishúsi (sem er ekkert svo hátt). Á meðan blastinu stóð mundaði ég hægri hönd utanum ímyndaðan hljóðnema og lippsynkaði "ríhhh.. späckt... a júú tolkíng tú meeeaahhh" af einskærri innlifun og reyndi að sjálfsögðu að líta eins suddalegur út og Phil Anselmo á hulstrinu. rAwK. Húgó á alltént þakkir skildar fyrir vörm orð í minn garð.

Engin ummæli: