7.5.02

Auglýsingar
Ég er að spá. Hér í landi snusins er auglýsingahlé í sífellu í sjónvarpinu. Núna rétt áðan var ég að horfa á Spin City og kom þá væntanlegt auglýsingarhlé. Nema hvað, það eina sem var auglýst var tannkrem, þvottaefni og bílar (aftur og aftur, mismunandi gerðir).
Pælir fólk virkilega mikið í því hvaða tannkrem það notar. Í einni tannkremsauglýsingunni var sagt "...við notum ekki tannkrem lengur, við notum krappetíkrapp", og "ekki aðeins tannkrem, heldur líka munnkrem". Þarna er greinileg mótsögn, í fyrri setningunni kemur fram að þetta er ekki tannkrem vhatsóever, en í þeirri seinni kemur fram að þetta sé ekki aðeins tannkrem heldur færð þú munnkrem í bónus. Þarna hafa nú greinilega verið einhverjar jólahænur á ferð sem ekkert vit hafa á tannkremi.

Engin ummæli: