5.11.08

3tugsafmæliskrapp

Eins og einhverjir æstir lesendur vita núþegar þá náði æðstiprestur Krappetíkrappsins þeim merka áfanga að verða þrítugur um daginn. Dagurinn fól í sér töluverð óvænt ævintýri, m.a. eyddi æðstipresturinn stuttri stund síðdegis liggjandi á bakinu ofaní drullupolli fyrir framan Gardínubúðina. Fyrr en varði var hann þó kominn upp á skrifstofu og íklæddur engum buxum, þannig að þar má segja að loksins hafi ræst úr buxnalausa föstudeginum sem svo lengi hafði staðið í bígerð að halda hátíðlegan.

En æðstipresturinn tók gleði sína á ný um kvöldið þegar gestir fóru að streyma í hefðbundið grjónagrautsát að heimili foreldra hans. Það sem stóð upp úr þeirri veislu (eins og í öllum góðum veislum) voru að sjálfsögðu gjafirnar.


Hörður og Adda mættu færandi hendi með gott safn Sven Hassel bóka til að stytta æðstaprestinum stundirnar.


Kjartan færði æðstaprestinum listaverkið "Legumynd I".


Listaverkið lítur u.þ.b. svona út. Smekklega sjúskað lúkk á æðstaprestinum.


Drengur Óla og Hildur Ása slógu í gegn með einkar þjóðlegri gjöf, tveimur lifrarpylsukeppum og vodkafleyg í þartilgerðri gjafaöskju.


Hér sést Kjartan pósa með kjeppzunum tveim.Síðast en ekki síst má nefna awesome Stafrófs-spilastokk frá Fanney Dóru þar sem finna má alla frá Loðni og Hans-Óla til Tjörva Stór-Moffa.

Svo var tekið trivjal og popppunktur til sex að venju. Í alla staði framúrskarandi grjónagrauts-svallpartí. Fleiri myndir hér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið :)