30.10.08

Gagnslaust upplýsingakrapp

Ég lenti fyrir stuttu í svokölluðu klukki af hendi Hafdísar og get ekki skorast undan því.

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
  • Skera álegg í Kjötiðnaðarstöð KEA, Oddeyri.
  • Þurrka hausa í Fiskvinnslustöð KEA, Hrísey.
  • Malbikun (sumar) og handvirkur snjómokstur (vetur), gatnagerð Akureyrarbæjar.
  • Verðmætasköpun og aukning hagvaxtar, Fjármálalausnir/Libra/TM Software/OMX/NASDAQ OMX.
2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
  • Sódóma Reykjavík
  • Nema Howard the Duck megi teljast íslensk þá segi ég pass við hinum þremur.
3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
  • Akureyri (sunnan við á)
  • Hrísey (verbúð)
  • Skaufabær (Skövde)
  • Akureyri aftur (sunnan við á)
(aukaspurning) 3.a Einn staður sem ég myndi aldrei búa á:
  • Akureyri (norðan við á) – þar er glæpatíðni með því mesta sem þekkist í heiminum og enginn hættir sér út óvopnaður eftir fjögur á daginn.
4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
  • Svíþjóð
  • Japan
  • England (oftar en ekki til að fara á einhverja villta tónlistarhátíð)
  • Mjóifjörður eystri (besti fjörður ever)
5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
  • Battlestar Galactica
  • Arrested development
  • Lost
  • South park
6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
  • Blogggáttin
  • iGoogle
  • Feisbúkk
  • Vísir.is (aðallega út af ”Britney með kynsjúkdóm – myndir”-fréttunum)
7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:
  • Bráðinn ostur
  • Mexíkanskt sull (má gjarnan innihalda bráðinn ost)
  • Núðlur
  • Meiri bráðinn ostur (gjarnan kombinerað með glóðuðu deigi af einhverri sort)
8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
  • Flugrás 714 til Sydney
  • Ástríkur og sonur
  • Z fyrir Zorglúbb
  • Eitthvað af Dark tower seríunni eftir Stephen King.
9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
  • Á feitum RATM tónleikum
  • Á feitum Maiden tónleikum
  • Á feitum Deftones tónleikum
  • Á feitum Pantera tónleikum árið 1994
10. Fjórir bloggarar sem ég klukka (þ.e. þurfa að gefa upp samsvarandi gagnslausar upplýsingar):
  • RobbiK
  • Drengur
  • Allý
  • Geiri Kippa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Feliz cumpleanos! Que tu día sera buenísimó y tu pelo no sera gris.
beso,
Fannita

RobbiK sagði...

Æi takk fyrir klukkið...nú verður mér ekkert úr verki í vinnunni næstu andartökin.

Nafnlaus sagði...

Flugrás 714 og Z fyrir Zorglubb eru Nóbelsverðlaunahæfar bækur.