10.9.07

Sólóferilskrapp

Alltof oft fæ ég (að mínu mati) stórkostlegar hugmyndir sem síðan ná aldrei á framkvæmdastigið. Um daginn var ég að virða fyrir mér upplýsingaskilti við Kröfluvirkjun í Mývatnssveit, og sá þá eitt orð sem öskraði gjörsamlega á mig að þetta gæti ekki annað en verið nafn á hljómsveit. Og sú hljómsveit yrði sjálfkrafa ein sú fremsta í gjörvallri veröld, fyrst og fremst vegna þess að hún bæri þetta hrottalega nafn. Þrotlaus rannsóknarvinna hefur enn ekki leitt í ljós að þessi hljómsveit sé til. Þannig að ég í sönnum framkvæmda- og kaupfélagsanda ákvað að stofna hana ekki seinna en núna. Við kynnum því til sögunar hljómsveitina:


MagmaChamber



Innblásinn af áðurnefndum anda riggaði ég upp þessu svakalega lógói í Microsoft Word. Ekki nóg með það heldur er komin mæspays-síða: www.myspace.com/magmachamber. Þar er strax hægt að finna hjartnæman flutning söngvarans (og eina meðlims eins og er) Willy Death á hinum klassíska smelli Maríuh Carey, Without you, sem einhverjir æstir lesendur Krappetíkrappsins gætu kannast við frá fyrri tíð. Eitt er víst að hljómsveitin MagmaChamber á glæsta framtíð fyrir höndum sér, enda ekki hægt annað með þetta svakalega nafn. Meðlimir pressunnar eru allavega nú þegar farnir að kalla hana "the most awesome Icelandic export since Mezzoforte."

Engin ummæli: