19.9.07

Hraundrangakrapp

Skrapp í fyrrakvöld vestur í Húnavatnssýslurnar í sveitina til Bjölla þar sem hann og fleiri góðir menn úr vinnunni stóðu sveittir við laxveiðar. Áttum þar indæla kvöldstund þar sem ég reddaði mér bensínpeningum með yfirburða pókersigri. Daginn eftir var ég eilítið slappur og naut þess mjög enda ekki á hverjum degi sem mér hlotnast þau forréttindi að geta verið timbraður á þriðjudegi. Það hressti mig þó óneitanlega að sjá Hraundrangana í svona góðu formi þegar ég hafði loksins nógu góða heilsu til að rúnta til baka:

Engin ummæli: