Teen spirit swing krapp
Fyrir einhverjum árum tóku Milljónamæringarnir upp á því að útsetja Smells like teen spirit í hressandi swing-útgáfu og láta Ragga Bjarna sjá um sönginn.
Það kom í ljós í Letterman þætti kvöldsins að einhverjir amerískir markaðs-mógúlar hafa fengið sömu hugmynd (eða stolið henni? *gisp*), allavega var þar mættur Paul Anka (skyldur Kalle? har har) að gaula títtnefnt lag í eiginlega skuggalega líkri útsetningu. Hægt að sampla krappið hérna. Svosem ekki frumlegt konsept per se, en skondið að þeir skuli hafa valið akkúrat sama lagið.
14.7.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli