15.7.05

Hjólakrapp

Í gærkveldi gerðum við Banna okkur lítið fyrir og hjóluðum Eyjarfjarðarhringinn. Og þá er ég ekki að tala um einhvern sissí Eyjarfjarðarhring sem nær bara inn að Hrafnagili, ónei, þessi var almennilegur og náði inn að Melgärðismälum og väl það. Gróf ágiskun er að þetta hafi verið rúmlega 60 km. rúntur. Klikkuðum þó hrottalega á því að safna áheitum áður en lagt var af stað, eins og ku víst vera móðins þegar lagt er upp í svona langferðir.

Fallegar myndir í boði Ericsson T610:Það eitt er þó ljóst að minn óæðri endi er ekki í góðri æfingu í að dvelja langdvölum í öfgafullu návígi við reiðhjólahnakka. Ó mig auman.

Engin ummæli: