27.7.05

Lærdómskrapp

Lærdómur dagsins: Þú ætlar að svara pósti frá vinnufélaga, og vilt stríða honum aðeins með því að senda honum eitthvað heimskulegt fleim í hástöfum og alles. Eitthvað hressandi vinnustaðaflipp til að lífga upp á daginn. Þú smellir á póstinn, svarar honum eins og þú sért að skrifa til vinnufélagans og sendir án þess að horfa á viðtakandann. Þegar þetta er gert ógætilega þá eru góðar líkur á því að þú hafir óvart svarað næsta pósti fyrir neðan. Sá póstur gæti hafa verið komið frá starfsmanni virðulegrar bankastofnunar út í bæ, sem þú hefur einmitt verið í prúðmannlegum viðskiptalegum samskiptum við þennan dag. Þetta gæti verið frekar neyðarlegt.

Og annar lærdómur er sá að ef þú ert starfsmaður virðulegrar bankastofnunar og færð allt í einu frekar dónalegan póst í hástöfum frá starfsmanni hugbúnaðarfyrirtækis (sem hefur verið kurteisin uppmáluð í samskiptum sínum við þig hingað til) þá er vinsamlegast mælst til þess að þú takir þeim pósti eins og hverju öðru góðu flippi og eyðir honum (ég reyndar veit ekki hvort það var raunin í þessu tilfelli, ég hef ekki fengið neitt svar).

Engin ummæli: