26.7.05

Hjólakrapp II

Afrek helgarinnar var að hjóla til Grenivíkur og til baka. Reyndar svindluðum við með því að tjalda á staðnum á milli ferða þannig að afrekið skorar ekki eins hátt fyrir vikið (en á móti kom að við þurftum að hjóla með fullt af krappi á bakinu, því ekki búum við svo vel að eiga svona hliðarpoka eins og allir túristarnir eru með).

Hérna sést fallega útihátíðar-kúlutjaldið sem brúkað var í ferðinni (í boði Ericsson T610).Þetta tjald hafði verið notað einu sinni áður, og það var á hið hrottalega Leeds Festival árið 2000 (örugglega eina silfurlitaða kúlutjaldið sem var notað á þeirri hátið og lifði hana af). Þegar ég kom heim eftir þá suddahelgi með leðjuna upp að handarkrikum, þá steingleymdi ég að viðra tjaldið þangað til nokkrum vikum eftir hátíðina. Ég hafði því aldrei þorað almennilega að nota gripinn eftir það af ótta við að stækjan yrði óbærileg (hún vandist nú furðu fljótt).

Þannig að nú er bara eftir að fara út fjörðinn vestan megin. Hringvegurinn svo þar á eftir.

Engin ummæli: