22.5.02

Íslandpalestínukrapp

Í leit minni að nýjasta kommúnistaproppagandanu eftir Jóa Króa endaði ég inni á heimasíðu samtakanna Ísland-Palestínu. Það fyrsta sem fangaði athyglina þar var frétt þar sem sagt var frá því að Hrafnkell Brynjarsson væri floginn til Palestínu að stunda sjálfboðavinnu á hernumdu svæðunum. Eins og alþjóð veit þá er Hrafnkell Brynjarsson betur þekktur undir listamannsnafni sínu, sem er Melli. Ég alltént fagna þessari frétt af öllu hjarta, og tel að heiminn vanti mjög hugsjónamenn eins og Hrafnkel sem eru ekki hræddir við að láta verkin tala (þó með fyrirvara um hvaða hugsjónir eru þar á ferðinni... hmm).

Það var samt eitt á þessari síðu sem fór óendanlega mikið í taugarnar á mér. Ég ætlaði mér að hægri smella á tengilinn yfir á fréttina af Mella til að geta sett inn beinan tengil hérna á Krappetíkrappinu, en þá höfðu flónin sem smíða þessa heimasíðu lokað fyrir hægrimúsarsmellingar með einhverju helv. javaskripti. Kommon, hversu paranoíd er hægt að vera? Ekki eins og það séu ekki til aðrar aðferðir til að skoða kóðann ef viljinn er á annað borð fyrir hendi. Þetta gerir ekkert annað en að pirra notandann, og þar á meðal mig. Ég varð alltént nógu pirraður til að álit mitt á þessum félagasamtökum fauk tímabundið útum opinn gluggann eins og lauf í vindi, og það álit mun ekki aukast aftur nema þessi notendavænleikaskandall verði lagaður eða ég beðinn formlega afsökunar sem saklaus internetnotandi.

Í pirranleika mínum ákvað ég að láta þá fá það óþvegið og "hakka" mig inní sourcekóðann. Sem ég og gerði (lítið tips: fúnkar bra að slökkva á javaskript). Afrakstur erfiðisins er þessi yndislega mynd af Hrafnkeli:Hann horfir dreyminn til himna, en yndislegt. Hann þyrfti nú samt að fara í klippingu drengurinn.

Engin ummæli: