2.1.06

Áramótakrapp

Hið árlega áramótasvallpartí í Þórunnarstr103 fór einstaklega vel fram í ár. Ég náði þessarri líka fínu geislasverðs-pósu af Herði Flóka sem verður endilega að fá að bætast í þetta sívaxandi safn slíkra mynda:



Síðan verður þetta intellektúella portrett af RobbaK líka að fá að vera með þó ekkert sé geislasverðið.



Krappetíkrappið óskar æstum lesendum velfarnaðar á nýju ári.

27.12.05

Jólakrapp

Jólagjafalistinn er beisikklí svona:
  • Geislasverð: 1
  • Sokkar (frá mömmu): 2
  • + eitthvað annað fallegt sem fellur eðlilega svolítið í skuggann af ofangreindu.
Hef tekið eftir því að ég tjái mig einum of oft hérna með því að pósta myndum af sjálfum mér að glenna mig, og ætla því að fá tvo aðra unga herramenn til að kynna til sögunnar Bestu Jólagjöf Evver (TM):



22.12.05

BREIKING FRÉTTIR - ULTIMATE 10.000 - NÝ ÚTGÁFA



Stundin er runnin upp, útgáfa 3.0 af hinu sívinsæla teningaspili ULTIMATE 10.000 hefur verið gefin út.

Æstir lesendur Krappetíkrappsins fá hér með spilið að gjöf!


Nýir fídusar:
  • Stig eru nú gefin fyrir tvær þrennur, 1.500 stig!
  • Hægt er að skilgreina lágmarksskor í geri. Leikmaður má þá aldrei skrifa minna en sem nemur þessari upphæð.
  • Nýr takki, "Velja alla". Þessi takki velur alla teninga sem eru uppi sem gefa einhver stig. Mjög gott að nota þegar verið er að læra reglurnar (eða vegna almennrar leti). Lyklaborðssjortkött fyrir þetta eru Z og Numpad , (komma).
  • Hægt að fara með músarbendilinn yfir tening sem búið var að kasta, og í stikunni neðst í glugganum stendur hvað þessi teningur getur gefið mörg stig.
  • Nýr hjálpargluggi undir Hjálp -> Flýtilyklar. Einfaldur gluggi sem listar alla flýtilykla sem eru á lyklaborðinu, bæði vinstra- og hægra megin.
  • Hægt að velja tungumál undir Stillingar. Hentugt ef ameríski frændinn er í heimsókn og þú vilt endilega taka við hann einn snöggan ULTIMATE 10.000.
  • Búið að bæta gæði ljósmynda í myndasýningunni til muna.

Þessir gömlu klassískir fídusar eru enn til staðar:
  • Þegar leikur hefst þá er hægt að velja að núlla eftir ákveðið mörg klikk. Þetta þýðir að ef þetta er t.d. stillt á þrjá, þá fara stig leikmanns niður í núll í þriðja skipti sem hann fær strik í skortöfluna (það telst ekki með ef leikmaður springur). Hægt er að kombinera þetta með því að stilla lágmarksskor í geri, og gera þannig leikinn sérstaklega áhugaverðan.
  • Hægt að hægri-smella á reit í skortöflunni og sjá Forsendur Gers(TM), þ.e. hvaða teningaköst liggja á bakvið þetta ger. Gríðarlega hentugt þegar t.d. leikmaður vill rifja upp svakalegt ger, eða rifja upp hvernig andstæðingur kastaði frá sér sigrinum með einhverri heimskulegri áhættu.
  • Hægt að hægrismella á nafn leikmanns í skortöflu og skoða tölfræði leikmannsins hingað til í spilinu. Þar er einnig hægt að breyta mannlegum leikmanni í róbóta, t.d. ef einhver leikmaður þarf að bregða sér frá í stutta stund. Sú breyting tekur þá gildi í næsta geri þess leikmanns.
  • Hægt að taka af hljóð og myndir undir Stillingar. Þessar stillingar vistast þannig að þær haldast eins í næsta skipti þegar ULTIMATE 10.000 er ræst.
Eins og sést þá er ýmislegt hægt og fátt eitt sem ekki er hægt.

Til að spila ULTIMATE 10.000 þá þarftu Microsoft .NET Framework 1.1, getur sótt það hingað.

Krappetíkrapp óskar æstum lesendum góðra yóla!

14.12.05

Kongkrapp

Tvífarar dagsins:



Heitt ráð í boði Krappetíkrappsins: Mælt er með því að þeir sem leggja leið sína í kvikmyndahús til að berja augum Kónginn Kong, hafi með sér tangir eða önnur tól, til að geta gelt alla þá 14 ára drengi sem geta ekki haldið kjafti í bíó og láta ítrekað út úr sér setningar eins og "djövull er þetta vel gert mar" eða "ég vissi alveg að hann myndi gera þetta, ég sá það í treilernum". Því miður hafði ég engin slík verkfæri með mér, og þurfti því að sitja undir þessu þvaðri í rúma þrjá tíma. Sem betur fer var myndin ekki alslælm.

ps. Önnur myndin hér að ofan er tekin úr hinu sívinsæla teningaspili ULTIMATE 10.000. Hægt er að gleðja æsta lesendur með því að ný útgáfa er á leiðinni, sú besta hingað til.

9.12.05

TÍMAMÓTAKRAPP

Hér með er það fullyrt að ALDREI hefur áður birst á internetinu mynd af 27 ára karlmanni að pósa með íslenskri símaskrá sem er jafn gömul og hann sjálfur.

22.11.05

Svíakrapp IX

Fékk óvænt símtal áðan frá Svíþjóð. Þar var á ferðinni gamall skólafélagi úr Skaufabæ sem hafði áhyggjur af mér þar sem ég hafði ekki svarað neinum ímeilum frá honum í háa herrans tíð. Sem ég var reyndar alltaf á leiðinni að gera (og búinn að vera á leiðinni að gera í svona hálft ár). Hann fékk símanúmerið mitt í gegnum utanríkisráðuneytið.

Alltaf gaman að fá símtöl frá útlöndum, en kennir manni óneitanlega að það er ekki hægt að humma ímeilaskrif endalaust fram af sér. Einhverjir gætu farið að telja mann af.

14.11.05

Eddukrapp II

Aldrei hefði ég haldið að ég ætti eftir að upplifa að sjá afa minn og Sylvíu Nótt saman í sjónvarpinu. Verð að skjalfesta þetta móment hér svo það glatist ekki að eilífu.

Svíakrapp

Þá er búið að kaupa mig. Spennandi.

10.11.05

Eddukrapp

Á jákvæðari nótum: Rétt upp hend sem eiga afa sem fær Edduverðlaun? (mont mont)

Sponni frændi hefur reyndar rétt til að rétta upp hend (ef hann þá les þetta).

Síðan er bara stefnan sett á Gólden Glóbs næst.

9.11.05

HVAMMSTANGAKRAPP

Til að útkljá afmælisgjafastatistíkina í eitt skipti fyrir öll:
  • Geislasverð: 0
  • AT-AT: 0
  • AT-ST: 0
  • Super Deluxe Darth Vader Mask: 0
  • Sænsk bílrúðuskafa með innbyggðum vettling og mynd af elg á (mjög kúl): 1
  • Sokkar (frá tengdamömmu): 4
Þetta er hins vegar bara statistíkin hingað til. Ég var að heiman á afmælisdaginn og á örugglega eftir að fá nokkur geislasverð frá þeim sem ég hef ekki enn náð að hitta á síðan ég kom heim.

Og hvar kaus ég að spendera afmælisdeginum? Hvar annarsstaðar en á HVAMMSTANGA lesendur góðir! Ég tók nefnilega þá gáfulegu ákvörðun að skella mér suður til Reykjavíkur daginn fyrir afmælisdaginn minn til að taka á móti heitmey minni sem átti einmitt að koma til landsins daginn eftir úr enn einni svaðilför sinni til Svíþjóðar. Hlutirnir æxluðust reyndar ekki eins og áætlanir sögðu til um, heldur fékk ég að dúsa í bifreið minni fastur í blindbyl í u.þ.b. 6 tíma þangað til hraustir björgunarsveitarmenn drógu mig út og skutluðu mér í félagsheimilið á HVAMMSTANGA þar sem ég dvaldist (í mjög góðu yfirlæti reyndar) næstu 2 daga. Helvíti hressandi. Ég fékk reyndar óvæntan og góðan félagsskap í formi æskuvinar bróður míns, Edward Huddsibenez og fjölskyldu, sem vildi svo skemmtilega til að voru einnig stopp. Betri klefafélaga var varla hægt að hugsa sér.

Svona leit ég út eftir að hafa verið fastur í u.þ.b. 35 mínútur. Enn ekki farið að sjá á mér. En samt merkilegt hvað manni vex hratt grön við svona erfiðar aðstæður.


Hérna er hreyfimynd sem sýnir vel þá firringu sem ríkti í bifreið minni á meðan ég beið eftir björgun. Ath. ekki fyrir viðkvæma né flogaveika.

Daginn eftir fékk ég minn fjallabíl úr ánauð (þá var reyndar alveg jafn nöts veður og kvöldið áður) og parkeraði honum fyrir framan hið fræga (og stóra) félagsheimili á HVAMMSTANGA. Japanski flottiljákurinn stóð sig bara assgoti vel miðað við aðstæður.


Daginn þar á eftir var loksins hægt að hunskast suður, og tók ég þá þessa mynd til að dokjúmentera púnktinn á HVAMMSTANGAgatnamótunum þar sem ég sat fastur.


Þetta er svo mikil mega-færsla að hún þarf sinn eiginn theinkjú-lista:
  • Stórt sját-át til allra björgunarsveitarmanna nær og fjær fyrir að nenna að standa í þessu. Megi þeir aldrei einkavæðast.
  • Ástarkossar handa rauða-krossgellunum á HVAMMSTANGA fyrir fæði og húsnæði (þær suðu reyndar spaghettíið aðeins of lengi, en það er nú samt á mörkunum að ég geti verið að kvarta).
  • Að lokum saknaðarkveðjur til allra sem hringdu eða sendu mér skeyti í útlegðinni í tilefni af afmælinu (þó ég hafi reyndar sent öllum sem eru í símanum mínum smess og heimtað árnaðaróskir).
Ég elska ykkur öll.

20.10.05

Afmæliskrapp II

Fyrir þá sem finnast semí-fúnksjónell geislasverð ekki nógu grand afmælisgjöf þá má líka benda á þetta:



Ekki amalegt að hafa einn svona í stofunni. Eða máske tvo.

16.10.05

Afmæliskrapp

Í dag eru 15 dagar í 27 ára afmmæli mitt.

Þeim sem vilja gleðja mig í tilefni af því er vinsamlegast bent á þetta:



Það væri magnað að geta skipt út kornflexpakka-geislasverðunum sem ég á út fyrir alvöru stöff. Kornflex-sverðin hafa nefnilega takmarkað skemmtanagildi.

Mig langar helst í rautt (Darth Vader rúlar) en það er reyndar leiðinlegt að enda með nokkur rauð ef ég skyldi vera heppinn og margir hugsa hlýlega til mín. Tegundin er því algjörlega frjáls.

15.10.05

Japans-tilviljanakrapp

Við skötuhjúin dvöldumst stóran hluta af Japansferð okkar í hinni hressandi stórborg Osaka, en fórum í nokkra daga rúnt undir lok dvalarinnar um japönsku landsbyggðina (ég held að tvíburasysturnar sem við gistum hjá hafi örugglega haft gaman af því að losna við 3 risastóra vesturlandabúa úr 50 fm2 íbúðinni sinni í nokkra daga). Við fórum m.a. til Hiroshima, skoðuðum minnisvarða og söfn um grimmdarverkin sem þar voru framin, og fórum út í hina geysifallegu Miyajima-eyju. Þar gistum við á Hiroshima Youth Hostel, sem var hið prýðilegasta farfuglaheimili. Ég deildi þar herbergi með 5 öðrum gaurum, bæði japönskum og ekki-japönskum. Ég spjallaði aðeins við tvo ekki-japanska gaura sem gistu með mér í herbergi, einn frá Sviss og annan dreng að nafni Daniel frá Brasilíu. Þessi Daniel var einmitt á leiðinni út í eyjuna daginn eftir, þannig að við spjölluðum um hvernig væri best að komast þangað og eitthvað fleira.

Líða svo nokkrar vikur þangað til ég tók þá strategísku ákvörðun að skella mér á vefsetur Arnljóts Bjarka fv. menntskælings, sem dvalið hefur undanfarið við nám í Japan. Ég reyndar hélt að hann væri kominn heim úr þeirri dvöl en svo virðist ekki vera. Ég kom hvorteðer ekkert nálægt Tókýó í Japansreisunni þannig að ég hef nokkuð góða afsökun fyrir því að hafa ekki bankað uppá.

Eníhú, hann er með vísanir á ýmsar síður sem Íslendingar sem dvalið hafa í Japan halda úti. Ég fór eitthvað að skoða þær svona til að fá á tilfinninguna hvernig aðrir Íslendingar upplifa Japan. Rakst ég þá á þennan pistil þar sem maður að nafni Maggi skrifar:

"Ég og Daniel, félagi minn frá Brasilíu, höldum saman af stað frá Tokyo stöðinni korter í tólf í kvöld en síðan skilja leiðir í Kyoto þar sem ég held áfram til Hiroshima en hann eitthvert annað."

Þegar ég las þetta þá rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég sagði mínum brasilíska Daniel frá því að ég væri frá Íslandi þá sagðist hann einmitt þekkja íslending að nafni Magnús. Ég sagðist ekki kannast við þann ákveðna Magnús, en núna veit ég þó allavega um hvern hann var að tala.

Lítill heimur indíd.

7.10.05

Kanakrapp

Jared vinnufélagi minn skrifar skemmtilega pistla út frá sjónarhorni ameríkana á Íslandi. Krappetíkrapp mælir með þeim skrifum.
Dónalegt Japans-krapp

Í Japan náði ég að koma mér upp dágóðu safni af dónalegum japönskum dúkkum. Japanir eru einmitt mjög dónalegir, eiginlega hrottalega dónalegir. Það eru ekki öll lönd með sérstaka vagna í neðanjarðarlestum á álagstímum sem eru bara ætlaðir konum (mótbragð gegn japönskum dónum sem fá sitt helsta kikk út úr því að gera sér dælt við konur án þeirra samþykkis í þrengslunum sem myndast).

Þessar dúkkur eru eiginlega of dónalegar til þess að ég geti með góðri samvisku látið það vera að deila þeim með æstum lesendum Krappetíkrappsins.

Ég bið börn og gamalmenni í hópi lesenda að hætta lestri hér og snúa sér að öðru.



Meiri dónalegheit seinna ef viðbrögð lesenda gefa tilefni til þess.
Deftones-krapp


Þetta er möst-bæ
, hressandi þegar það uppgötvast að gömul uppáhaldshljómsveit er búin að gefa út nýjan disk án þess að ég hafi nokkuð vitað til þess að það væri á döfinni.

2.10.05

Póllandskrapp IV

Mér finnst ég bera skyldu gagnvart æstum lesendum Krappetíkrappsins að bæta þeim upp seinustu færslu, sem eftir á að hyggja var ekki alveg að gera sig (ég átta mig núna á því að viðbrennt kjöt á ekkert erindi á internetið).

Til að gera það ætla ég að kynna fyrir lesendum lítinn en mikilvægan hluta af menningararfi Pólverja sem ég var svo heppinn að ná að importera til Íslands eftir svallreisuna frægu. Þetta er hljómsveitin VOX (sem á örugglega eitthvað skylt við hina geðþekku íslensku sveit VAX).



Ale feeling
Stayin' alive

Vonandi ná þessir smellir að fá æsta lesendur til að reisa sig á fætur og dansa eilítið. Ekki veitir af.

24.9.05

Póllandskrapp III

Gaman að segja frá því að ef pöntuð er nautasteik á pólskum veitingastað, og beðið er um að fá hana medium steikta, þá eru greinilega allar líkur á því að niðurstaðan verði eitthvað í líkingu við þetta:



Þessi steik bragðaðist reyndar ágætlega svona fyrir utan þetta svarta. Ég hafði bara ekki geð í mér að kvarta miðað við að fyrir þennan rétt var verið að rukka u.þ.b. 580 kr.

20.9.05

Póllandskrapp II

Þessi Póllandsferð var óneitanlega svall hið mesta. Svo mikið svall að flestar þær myndir sem ég tók sem voru á annaðborð af fólki innihalda annað hvort mig í annarlegu ástandi eða þá einhverja vinnufélaga í tiltölulega annarlegu ástandi (enda var hægt að fá móhító á hlægilegu verði). Ég hef því enga aðra kosti en að pósta eftirfarandi myndum, sem gefa virkilega skemmtilegan þverskurð af Varsjárborg.





14.9.05

Póllandskrapp

Annars er ég farinn í fjögurra daga svallreisu til Varsjárborgar með vinnunni. Hef örugglega frá einhverju krassandi að segja þegar ég kem til baka (og einhverjar líkur eru á að eitthvað af því rati hingað).