23.5.07

Fótboltaleiks-krapp

Mín spá fyrir kvöldið er að 'Pool tapi 2-3, og það verði Pennant og Aurelío sem skori mörkin fyrir Liverpool, báðir eftir fyrirgjöf frá Peter Crouch. Gerrard mun halda hreinu í 91 mínútu í markinu, en endi svo á því að fá á sig 3 mörk í uppbótartíma.

Í kjölfarið mun minn frómi vinnufélagi Magnús Helgason fara að halda með Aston Villa, enda ekkert annað hægt í stöðunni.

Það er alveg ný tilfinning fyrir mig að hafa svona mikið vit á fótbolta. Yndislegt alveg hreint.

Engin ummæli: