10.6.02

Bananakassakrapp
Það er nú orðið heldur langt síðan að ég hef krappað, ástæður þess er aðallega eftirtíðarspenna eftir lokaverkefnið og að familían mín er hér og 87.5% af orku minni fer í að entertaina þeim.
Núna er samt komið að því að ég ætla að byrja að pakka krappinu mínu, það kemur bíll á miðvikudaginn að sækja það og það skipast burt á föstudaginn. En til að flytja þá þarf maður kassa, og í Svíþjóð er greinilega allt flutt í bananakössum því það virðist næstum ómögulegt að fá aðra tegundir af kössum heldur en bananakassa. Ekki þykir mér gæfulegt að nota bananakassa undir millilandaflutning, þar sem þeir eru bæði holóttir og þunnir.
Þykir mér þetta hið mesta krapp.

Engin ummæli: