16.6.02

Meira af myndbandakrappi

Var að koma frá honum Rúnari þar sem við gláptum á hina yndislegu mynd "How to make a monster" (sjá neðar) í sameiningu. Eins og við var að búast var þetta alveg snilldar bé-mynd frá helvíti. Rúnar greyið fannst hún reyndar algjör tímasóun, en ég er öngvan veginn sammála honum. Í alla staði fruntaleg mynd með fallegum boðskap. Get ímyndað mér að hún sé sérstaklega skemmtileg fyrir næstum-því bé-ess lúða í tölvuvísindum eins og jors trúlí. Mæli með því að fólk skokki út á leigu og láni þessa ræmu undir eins.

Engin ummæli: