25.11.08

Alþingisgagnfræðiskólakrapp

Haustið 1991 lét þáverandi forsætisráðherra ummæli falla á alþingi þess efnis að það mætti helst líkja skrípalátunum sem viðgengust þar við gagnfræðaskóla. Í kjölfarið sendu nokkrir ungir menn frá sér ályktun í dagblaðið Dag þar sem þeir fordæmdu þessi ummæli á þeim forsendum að þeir stundi nám við eina skóla landsins sem enn héti gagnfræðaskóli, og þeir kannist ekki við slík skrílslæti í sínum skóla*. Krafan var að forsætisráðherra sýndi iðrun ummæla sinna eða segði af sér ella. Í framhaldinu voru ungu mennirnir boðaðir í símaviðtal í síðdegisútvarpi Rásar2 þar sem fulltrúi hópsins var grillaður af óvægnum fréttasnápi.

Þessi yfirlýsing frá Æðstaráði 8. bekkjar D var rifjuð upp ásamt meðfylgjandi útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Fyrst og fremst á Rás2 á sunnudaginn og ég mæli eindregið með því að æstir lesendur Krappetíkrappsins smelli hér og spóli áfram á 9:30 og njótið.

* Það voru vissulega oggolítil skrílslæti í 8D (sem var kynjaskiptur strákabekkur) en þau voru af öðrum toga en á þinginu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og "heimildarmaður" þessa fréttaskots var ?

Farbror Willy sagði...

Fyrirgefðu herra nafnlaus að ég skuli ekki hafa gætt heimilda. En það var Stefán Hallgrímsson Fossagili 4 600 Akureyri sem benti mér á að þessi umfjöllun hefði verið nú um daginn á Rás2. Mæli með því að þú og Stefán ræði þetta frekar ef eitthvað er óljóst. Síminn hjá honum er 664 8735, og konan hans heitir Ásta ef hún skyldi svara. Þau eru líka nýbúin að fá sér hundinn Tinnu.

Nafnlaus sagði...

sannarlega glöggur drengur hann herra nafnlaus :)


p.s. 603

Nafnlaus sagði...

Sælir

Man vel eftir þessu. Þetta var frábær bekkur og góð hugmynd er þú minnist á þarna.
Hvernig er það, er ríjúníon næsta sumar?
Sendu mér línu ef þú veist eitthvað.....

Addi meis