Þetta er því upplagt tækifæri til að rifja upp annað meistaraverk frá 9. áratugnum, hryllingssatíruna "Efnið" eða "The Stuff". Hún fjallar eins og allar aðrar góðar myndir um baráttu góðs og ills, þar sem hið illa holdgervist í þessu tilfelli í hvítu jógúrt-líku gúi sem bubblar upp úr jörðinni og heimtar heimsyfirráð, og kemst nokkuð nálægt því takmarki þegar það er markaðssett sem eftirrétturinn "The Stuff" og fer að andsetja fólkið sem ánetjast því.
Maiden-Addi (sem er einnig einlægur Efnis-aðdáandi) benti mér á síðu þar sem hægt er að horfa á Hávarð Önd í heild sinni, svo og upplifa fyrstu 5 mínúturnar af Efninu. Þar er meðal annars hægt að upplifa klassísk atriði eins og:
- Eldri maður er á röltinu í snjónum og kemur að stað þar sem hvítt efni bubblar upp úr jörðinni og ákveður að sjálfsögðu að smakka á því og kemst að því að það er fjandi gott á bragðið.
- Ungur strákur læðist niður í eldhús um nótt að sækja sér eitthvað að borða, opnar ísskápinn og sér að innihaldið í "The Stuff" dollunni hans er að skríða um í skápnum. Boðar ekki gott.
- Bútur úr "The Stuff" sjónvarpsauglýsingu þar sem kemur fram hin gullna staðreynd að "Enough is never enough - of The Stuff".
Yndisleg kvikmynd sem ég hvet æsta lesendur Krappetíkrappsins til að verða sér út um. Aldrei að vita nema ég geti lánað út VHS eintakið mitt ef mér tekst að finna það á æskuheimili mínu í Þór103.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli