24.9.07

Sænsk-tyrkneskt båtpizzu-krapp

Fremsti matréttur sem nokkurn tíman hefur litið dagsins ljós í heimi gjörvöllum er sennilega hin sænsk-tyrkneska "båtpizza" eða "bátpítsa". Hún sameinar hina tvo heilögu skyndibita kebab og pítsu í fullkomnum hlutföllum, og hefur það fram yfir aðrar kebabpítsur að með smá ímyndunarafli er hægt að sjá að hún sé í laginu eins og bátur. Það bætir smá avgörandi noveltí-kryddi í súpuna.

Þessi pítsa fæst einungis á hinum rómaða veitingastað "Kryddunni" sem staðsettur er steinsnar frá stúdentagörðum Háskólans í Skaufabæ.



Pítsan er borin fram með ljúffengri kebabsósu, og greinilegt er að reyndur båtpizzu-aðdáandi hefur pantað eintakið á þessari mynd þar sem sést að sósan er höfð til hliðar í sérstakri skál (taka verður fram við pöntun að aðdáandinn vilji hafa "såsen bredvid"). Aðeins rétt áður en pítsan er snædd skal dreifa sósunni yfir pítsuna til að tryggja að kebabið og sósan séu enn í sjóðheitum efnahvörfum þegar munnbitanum er smeygt inn fyrir varirnar.

Engin ummæli: