26.5.07

Affi Kak-krapp



Í sjúkum huga Stilla Vebba leynist óljós minning um að hafa staðið sveittur á dansgólfinu í dj-siggarún-áframkeyrðri menningarleysunni inni á skemmtistaðnum Affi Kak seint í gærkvöldi, og sungið "Gíng gang gúllí gúllí" hástöfum ásamt tveimur fyrrverandi undirmönnum sínum úr skátahreyfingunni.

Þegar heim var komið í frábærlega 101-akureyri-staðsettu penthouse íbúð foreldra sinna þá lagðist Stilli í gríðarlega eldamennsku til að sefa sárasta ölvunarhungrið. Fingur hans bera enda þess merki í dag að hann hafi verið heldur ónákvæmur með hnífinn þegar saxa átti niður grænmetið. Næst mun Stilli vera forsjáll og vera búinn að undirbúa helsta hráefnið í nætursnarlið áður en haldið er í sollann á Affi Kak.

Engin ummæli: