Síðan ég hætti í skólanum (ath. ég nota ekki orðið "útskrifast") þá hef ég alltaf verið í sömu vinnu, en eins og er móðins í þessum síbreytilega kapítalístíska heimi þá valda skipulagsbreytingar því að batteríið hefur nokkuð reglulega skipt um nafn. Fyrst var það Fjármálalausnir, síðan Libra, svo TölvuMyndir, sem alþjóðavæddist í formi TM Software sem loks seldi okkur til sænska fyrirtækisins OMX. Rættist þar með langþráður draumur minn að fá netfang á forminu fornafn.eftirnafn@eitthvaðgroup.com. Þau gerast ekki mikið flottari.
Núna er ég farinn að venjast núverandi fyrirkomulagi nokkuð vel, en fæ svo þetta framan í mig eins og gusu af hráu kjötfarsi: Nasdaq sagt hafa boðið í OMX. Neita því reyndar ekki að það yrði nokkuð flippað að vinna á Akureyrarskrifstofu Nasdaq. Sem myndi reyndar innan tíðar breytast í Akureyrarskrifstofu alþjóðasamsteypunnar GloboCorp®. Sem yrði svo hvorteðer þjóðnýtt í byltingunni þegar markaðurinn mun implódera og öryrkjarnir erfa jörðina. Þannig að þetta er sennilega allt á réttri leið eftir allt saman.
16.4.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli