4.6.04

Krappkrapp

Sjaldan hefur jafn mikið krapp einkennt umheiminn eins og akkúrat núna. Ekkert nema gott um það að segja.

Brá mér til Rvíkur í rúma viku, og að venju var gist hjá Bjölla bónda. Mér reiknast sem svo að ég hafi þar með eytt ca. 9% af þessu ári inn á því ágæta fólki. Ég er reyndar það yndislegur að það er ekki nema von að þau vilji hafa mig. Á von á ættleiðingu á hverri stundu

Fyrir utan að dvelja hjá Bjölla þá var poíntið með ferðinni að sjá uppáhaldshljómsveitina mína þegar ég var 11 ára og uppáhaldshljómsveitina mína þegar ég var 18 ára í einu og sömu ferðinni. Bæði giggin runnu einkar ljúflega niður. Þá er ekkert eftir nema Maiden til að ég geti hvatt heiminn nokkuð sáttur tónleikalega séð.

ps. Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvernig tónlist þessir gaurar spila, en þetta er mjög kúl nafn á hljómsveit öngvu að síður.

Engin ummæli: