27.6.04

Dark Tower-krappKomið glas á nýtt krapp, án efa æstum áhangendum Krappetíkrappsins til mikillar gleði. Krappið að þessu sinni er bókmenntalegs eðlis, þar sem ég var nýlega að ljúka við bók nr. 6 í Dark Tower seríu Stephen King. Lesendur Krappetíkrappsins eru hvattir til að kynna sér þessa mögnuðu seríu, hún er á góðri leið með að klífa upp að hlið Lord of tha ringz sem uppáhalds bókasería Krappetíkrappsins. Eina sem má finna þessari síðustu bók til foráttu er að hún er alltof stutt, en sem betur fer er ekki nema nokkurra mánaða bið eftir þeirri næstu, sem verður sú síðasta...

Engin ummæli: