12.10.03

Krækjukrapp

Ákvað fyrst ég var nú að þessu á annað borð að uppfæra krækjusafn síðunnar, eða það sem kallað er "Annað gott krapp". Ástæðan fyrir þessu er sífellt áreiti frá Tryggva Ex-ara, en það fyllti mælinn að hafa lent á krækjusvartalistanum hans átjánda skiptið í röð (þó það sé í raun ekkert annað en ódýr auglýsing, sama hversu effektív hún reynist).

Fyrir utan að þóknast Ex-aranum þá bætti ég við tveimur kröppum, honum Denna , en við vorum vistmenn á Hæli í Hrísey sumar eitt fyrir u.þ.b. 8 árum, og Bóbó Bear Ass, sem hefur helst sér til frægðar unnið að hafa dauðabreikað í hljómsveitinni OHGEATH við góðan orðstír. Held að það sé nokkuð ljóst að einn maður hefur aldrei í sögu krappsins krappað eins mikið og dauðabreikarinn. Þónokkuð gott krapp, þó það sé með öllu mannskemmandi. Finnst reyndar áhugaverð þetta bangsapabbablæti í honum og Überkommúnistanum, kannski eitthvað skapgerðarmönster þar á ferð.

ps. varðandi fyrirsögnina þá var ég töluvert lengi að velta því fyrir mér hvaða íslensku þýðingu á orðskrípinu "línkur" ég ætti að nota og notaði að sjálfsögðu þá sem reyndist hvað bragfræðilega rétt þegar hún var notuð í þessu samhengi. Verst að þetta þýðir víst að ég hef orðið fyrir meiri áhrifum frá Sverri Páli en ég hef hingað til viljað viðurkenna.

Engin ummæli: