18.8.02

Geirakrapp

Var að uppgötva það að ég hafði ekki tékkað á rausinu í Geira í fleiri daga. Ekki nema von að ég sé orðinn svona veruleikafirrtur. Það var alltént hressandi að fá 10 daga skammt í einu beint innum sjónhimnurnar.

Ég hef heyrt af því þegar Geiri og Húgó átu ekkert nema ost heila helgi í Hrísey. Held reyndar að ég hafi flúið eyna þessa helgi eins og flestar aðrar helgar þetta sumar og kontribúteraði það örugglega til þess að ég held brotabroti af geðheilsunni enn þann dag í dag. En hef ég sagt ykkur söguna af því þegar Geiri og Húgó gerðu sér það að leik að leysa vind á herbergishurðina okkar í Hrísey til að athuga hvor skildi eftir litsterkari verksummerki? Þetta sumar í Hrísey er sko gullnáma þegar kemur að sögum, og ég og Geiri gætum örugglega samið bók í sameiningu sem myndi taka það rækilega fyrir. Verst að enginn myndi versla hana nema í mesta lagi Húgó.

Geiri minnist einnig á gullmolann House Party, og segir hana betri í minningunni. Ég leigði mér líka þessa mynd um daginn (sem hluta af einhverju svona "fjórar nýjar og átta gamlar í sjö daga fyrir fimmtánhundruðkall"-tilboði) og það litla sem ég sá af henni (og það í fyrsta skipti) þótti mér algjör snilld. Örlí næntís afrískir ameríkumenn í skræpóttum fötum að hlusta og flytja mesta krapprapp mannkynnssögunnar? Gerist ekki betra iff jú ask mí.

Engin ummæli: