3.7.02

Popp-tíví
Fyrr í kvöld fékk ég SMS skeyti svo hljóðandi að ég hefði verið á Popp-tíví, ekki alveg í edrú. Það mun sem sagt hafa verið ástæða til að sýna mig, ásamt Jóa og Geira í afgerandi ölæði á Glaumbar um síðustu helgi. Allavegana held ég að staðurinn hafi verið Glaumbar, hver er ég að dæma. Einhver ung hnáta, sem Vari frændi þekkir, kom með nokkur eintök af Morgunblaðinu inná áðurnefndan skemmtistað og var Geiri svo sniðugur að búa til hatta úr blaðinu og ekki leið á löngu þangað til fólk var farið að koma upp að okkur og biðja um svona hatta. Hressandi.
Ljóshærður maður með of mikið hár og brúnkukrem ásamt myndavél var einn af þeim sem að mætti á svæðið og Jói var ekki lengi að grípa í míkrafónin og lýsa stemningunni. Ekki heyrði ég hvað þeim fór á milli en Jói ku hafa staðið sig vel.

Ef einhver er svo heppinn að taka upp Popp-tíví þá má hinn sami koma þessu á stafrænt form og senda okkur krappinu linkinn. Eða kannski ekki!

Engin ummæli: