27.6.02

Mjámjámjá-krapp

Ekki mikið um tjáningu hér undanfarið, enda varla ástæða til annars. Kominn í kuldann, byrjaður að vinna, krapp. Og ólíkt sumum þá er ég ekki bæjarstarfsmaður og get því ekki verið að tjá mig hérna í tíma og ótíma á eðlilegum vinnutíma.

Vari frændi hefur eitthvað verið að tjá sig fyrir nokkrum dögum, en hefur ekki massað pakkann till fullnustu með því að ýta á pöbblisj. Tölvukunnátta hefur aldrei verið sterkasta hlið ættar vorrar. Ætli það sé ekki komið glas á að ráða bót þar á.

Og sama databasvillan hefur verið á síðunni hans halez núna í þrjár vikur. Hvað er drengurinn að hugsa?

Engin ummæli: