28.5.02

Krappblæti

Ég held að það sé hverjum manni og hverri konu hollt að hafa eitthvert blæti sem hann eða hún getur einbeitt sér að því að fullnægja ef svo leiðinlega vildi til að tómarúm myndi skapast í lífi viðkomandi einstaklings. Ég get alltént stoltur játað að hafa följande blæti:
  • Stafrófsblæti
  • "Djöst-add-woter"-mats blæti (ekkert sem kemur mér betur til en pakki af bollasúpu frá knorr)
  • Sokkablæti
  • Krappblæti
  • Dvergablæti
  • Svefnblæti
  • Letiblæti (tengt svefnblætinu)
  • IronMaiden-blæti
  • Fruntalegt dokjúmenteringarblæti (eins og myndasíðan mín er gott dæmi um)

Engin ummæli: