Gunna Jóh krapp
Ei alls fyrir löngu héldu eðalþjónninn Gunni Jóh og eðalkommúnistinn Melli af stað í reisu mikla á farartæki af tegundinni "rússi". Ætlunin var að keyra á rússanum til Seyðisfjarðar og taka þaðan Norrænu til Kaupmannahafnar og rúnta þaðan um heiminn. Helsta óvissuþátturinn í ferðinni var hvort rússinn umtalaði myndi yfir höfuð endast til Seyðisfjarðar, en síðast þegar ég frétti hafði það allavega gengið eftir með glæsibrag, enda um eðalfarartæki að ræða.
Ástæðan fyrir að ég brydda upp á þessu er að Gunni Jóh er aldarfjórðungsgamall í dag, og þar sem hann er ekki náanlegur þá verð ég bara að kasta einu stykki afmæliskveðju út í frumskóg upplýsingahraðbrautarinnar og vona að hún nái til hans.
Hérna er hægt að nálgast nokkur augnablik frá brottför rússans.
18.9.03
9.9.03
3.9.03
Dansbandskrapp
Ætli heitmey mín til margra ára, frk. Banna Hlandon, átti sig á því að hún er stödd í sama landi og gefur af sér svona snilldarinnar músík?
Ætli heitmey mín til margra ára, frk. Banna Hlandon, átti sig á því að hún er stödd í sama landi og gefur af sér svona snilldarinnar músík?
2.9.03
Svíaserverskrapp
Þessi bévítans svíaserver sem ég setti þessar myndir á er gjörsamlega ekki að gera sig. Ég sé að það koma líka einhverjar krapp villur ef ég reyni að fara inn á heimasíðu Molans, eða Ohgeath, sem eru einnig á þessum krapp server. Ætli þeir séu búnir að uppgötva það að ég er löngu fluttur frá Svíþjóð og nota þessa aðferð til að hefna sín á mér í sænskum biturleika sínum. Það kæmi mér ekkert á óvart. En einhver á svo sannarlega eftir að gjalda fyrir þetta. Hvert eiga dyggir fylgjendur Molans að snúa sér ef þeir hafa ekki aðgang að hinni Heilögu Ritningu á alnetinu? Flestir ættu reyndar að kunna hana utanað en samt sem áður...
Þessi bévítans svíaserver sem ég setti þessar myndir á er gjörsamlega ekki að gera sig. Ég sé að það koma líka einhverjar krapp villur ef ég reyni að fara inn á heimasíðu Molans, eða Ohgeath, sem eru einnig á þessum krapp server. Ætli þeir séu búnir að uppgötva það að ég er löngu fluttur frá Svíþjóð og nota þessa aðferð til að hefna sín á mér í sænskum biturleika sínum. Það kæmi mér ekkert á óvart. En einhver á svo sannarlega eftir að gjalda fyrir þetta. Hvert eiga dyggir fylgjendur Molans að snúa sér ef þeir hafa ekki aðgang að hinni Heilögu Ritningu á alnetinu? Flestir ættu reyndar að kunna hana utanað en samt sem áður...
1.9.03
Meira myndakrapp
Svo virðist sem þessi sænski fasistasörver sem ég sett myndirnar á sé með einhverja stæla. Það koma einhver vinaleg "fæl not fánd" skilaboð á vinalegri sænsku ef ég smelli á þessa linka sem ég setti inn, hins vegar er hægt að kópera adddressuna, opna nýjan bráwser glugga, kópera hana þar inn og þannig ná í myndirnar. Þetta er svo mikið krapp að ég get vart orða bundist. Kannski akkúrat sú týpa af krappi sem þessi síða gefur sig út fyrir að miðla til umheimsins, þannig að þetta er máske hið besta mál.
Svo virðist sem þessi sænski fasistasörver sem ég sett myndirnar á sé með einhverja stæla. Það koma einhver vinaleg "fæl not fánd" skilaboð á vinalegri sænsku ef ég smelli á þessa linka sem ég setti inn, hins vegar er hægt að kópera adddressuna, opna nýjan bráwser glugga, kópera hana þar inn og þannig ná í myndirnar. Þetta er svo mikið krapp að ég get vart orða bundist. Kannski akkúrat sú týpa af krappi sem þessi síða gefur sig út fyrir að miðla til umheimsins, þannig að þetta er máske hið besta mál.
30.8.03
Halez och Räx krapp
Og fyrst ég er á annað borð í stuði þá vill jeg hjer presentera fallega mynd af þeim Johnson bræðrunum, Halez och Räx. Gaman að segja frá því að Halez var einmitt svo heppinn að vera að fara í hnéaðgerð sama dag og Fú Fæters tónleikarnir voru. Var þá úr vöndu að ráða fyrir mig að ráðstafa miðanum hans en svo skemmtilega vildi til að Geiri kippa var aleinn og miðalaus þannig að af einskærri góðmennsku minni þá seldi ég honum miðann. Og okraði næstum því ekki neitt. Nú þarf ég ekki að gera góðverk aftur næstu 39 árin.
En eftir sat Halez greyið með sárt hnéð. Það gengur bara betur næst.
Og fyrst ég er á annað borð í stuði þá vill jeg hjer presentera fallega mynd af þeim Johnson bræðrunum, Halez och Räx. Gaman að segja frá því að Halez var einmitt svo heppinn að vera að fara í hnéaðgerð sama dag og Fú Fæters tónleikarnir voru. Var þá úr vöndu að ráða fyrir mig að ráðstafa miðanum hans en svo skemmtilega vildi til að Geiri kippa var aleinn og miðalaus þannig að af einskærri góðmennsku minni þá seldi ég honum miðann. Og okraði næstum því ekki neitt. Nú þarf ég ekki að gera góðverk aftur næstu 39 árin.

En eftir sat Halez greyið með sárt hnéð. Það gengur bara betur næst.
Megakrapp
Á meðan dyggir lesendur Krappetíkrappsins bíða eftir þýsku klámljósmyndinni úr steggjapartíinu hans Berta Stull, þá er hægt að svala fýsnum lesendanna tímabundið með þessari mynd:
Ef lesandinn gefur ímyndunaraflinu lausann tauminn þá er nokkuð víst að ýmsar áhugaverðar kenningar geta komið upp varðandi hvað það er sem lætur R. Steik setja upp þennan indæla svip.
Á meðan dyggir lesendur Krappetíkrappsins bíða eftir þýsku klámljósmyndinni úr steggjapartíinu hans Berta Stull, þá er hægt að svala fýsnum lesendanna tímabundið með þessari mynd:
Ef lesandinn gefur ímyndunaraflinu lausann tauminn þá er nokkuð víst að ýmsar áhugaverðar kenningar geta komið upp varðandi hvað það er sem lætur R. Steik setja upp þennan indæla svip.
9.8.03
Steggjakrapp
Ég er með í bígerð að reyna að komast í skanna svo ég geti birt hérna einu myndina sem var tekin í steggjapartíi Berta Stull sem haldið var honum að óvörum ekki alls fyrir löngu. Fyrir forvitna get ég uppljóstrað að á þessari mynd kemur bæði fram þýskt klám og kjánalegt höfuðfat. Ekki amalegt það.
Lesendur Krappetíkrappsins (sem án efa skipta hundruðum um þessar mundir) geta því beðið spenntir.
Ég er með í bígerð að reyna að komast í skanna svo ég geti birt hérna einu myndina sem var tekin í steggjapartíi Berta Stull sem haldið var honum að óvörum ekki alls fyrir löngu. Fyrir forvitna get ég uppljóstrað að á þessari mynd kemur bæði fram þýskt klám og kjánalegt höfuðfat. Ekki amalegt það.
Lesendur Krappetíkrappsins (sem án efa skipta hundruðum um þessar mundir) geta því beðið spenntir.
23.7.03
1.7.03
20.6.03
5.6.03
4.4.03
San-Fran krapp
Fyrir þá sem eru staddir á stór-San-Fransisco svæðinu þá gæti þetta verið eitthvað fyrir ykkur.
Þetta á víst að vera Dabbi, en mér sýnist þetta vera einhvert Cosmopolitan Swimsuit Issue módel, þetta getur nú varla verið Davíð.
Fyrir þá sem eru staddir á stór-San-Fransisco svæðinu þá gæti þetta verið eitthvað fyrir ykkur.

Þetta á víst að vera Dabbi, en mér sýnist þetta vera einhvert Cosmopolitan Swimsuit Issue módel, þetta getur nú varla verið Davíð.
19.3.03
31.1.03
Heja Sverige-krapp
Ljósi punkturinn í skammdeginu þessa dagana er sú staðreynd að Svíabastarðarnir eru dottnir útúr HM.
Hérna er dæmigerð sænsk anal-ýsa um hvað fór úrskeiðis: Aftonsnepillinn
Ljósi punkturinn í skammdeginu þessa dagana er sú staðreynd að Svíabastarðarnir eru dottnir útúr HM.
Hérna er dæmigerð sænsk anal-ýsa um hvað fór úrskeiðis: Aftonsnepillinn
17.1.03
Fréttablaðskrapp
Ánægjulegt að sjá hvað fólk sem ég þekki á auðvelt með að rata á síður hins mikla snepils fréttablaðsins. Fyrst var Nafni orðinn vesturstrandarrappari, síðan varð Berti Stull burtfarinn og nú síðast í gær var því slegið upp á forsíðu að ættarsetrið í föðurættina væri orðið miðstöð kvótabrasks á Íslandi. Ekki amalegt það. Útgerðarmaðurinn (ku vera föðurbróðir minn) gerði nú svosem ekki mikið úr þessu, enda birtist uppföljarinn á blaðsíðu 11 í dag.
Ánægjulegt að sjá hvað fólk sem ég þekki á auðvelt með að rata á síður hins mikla snepils fréttablaðsins. Fyrst var Nafni orðinn vesturstrandarrappari, síðan varð Berti Stull burtfarinn og nú síðast í gær var því slegið upp á forsíðu að ættarsetrið í föðurættina væri orðið miðstöð kvótabrasks á Íslandi. Ekki amalegt það. Útgerðarmaðurinn (ku vera föðurbróðir minn) gerði nú svosem ekki mikið úr þessu, enda birtist uppföljarinn á blaðsíðu 11 í dag.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)