10.2.09

cheezburger.com-krapp

Ég verð að játa fyrir æstum lesendum Krappetíkrappsins, að svo til eina ástæðan fyrir því að taka nýjan Búbúkisa í fóstur var draumurinn að ná að koma honum í hóp hnyttnustu katta heims á icanhascheezburger.com. Það hefur ekki gengið vel. Hann er reyndar fyllilega nógu sætur og krúttlegur, ég virðist bara vera einum of krappí ljósmyndari til að ná að fanga það almennilega. Hann er alveg biksvartur, þannig að eina leiðin til að taka mynd af honum á venjulega vasamyndavél er að nota flass, sem verður þá til þess að hann fær þetta ákaflega andsetna og ekki-alveg-nógu-krúttlega augnaráð.

Reyndar náði ég hérna nokkuð skemmtilegu skoti, en enn og aftur þá er þetta ekki að skora nógu hátt á krúttleikaskalanum fyrir cheezburgerinn. Þetta er ekki draumakötturinn til að mæta síðla kvölds í dimmu húsasundi.Kettlingalúkkið er óðum að eldast af honum þannig að sennilega er ég of seinn til að ná honum inn á einhverju svona eða svona. En þá er spurning um að ala hann dulítið lengur þangað til hann verður gjaldgengur í eitthvað svona.

10 ummæli:

Drengur sagði...

Ég legg til fótósjopp keppni á síðustu myndina. Margt hægt að gera við hana.

Drengur sagði...

http://vesen.hydra.is/spjald/uploads/ok/1234386232.bubukisiflygur.png

Farbror Willy sagði...

Snilld!! Ekki spurning, ég þarf að reyna að slá þessu við (skásta tólið sem ég hef í verkið er reyndar MS paint).

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Bjarki sagði...

Hér er mitt framlag:
http://picasaweb.google.com/lh/photo/mI_K3vd0JqlCclJBThnu8Q?authkey=4180W1_PUs8&feat=directlink

Drengur sagði...

haha

f.dóra sagði...

hahahahahahahahaha

Farbror Willy sagði...

Frábært Bjarki! Ég þarf að finna gott mótíf til að ná að jafna þetta.

RobbiK sagði...

Haha, snilld.

Drengur sagði...

http://vesen.hydra.is/spjald/uploads/ok/1235043320.bubukisihjalpar.jpg