16.7.07

Sænskt töffarakrapp

Eftirfarandi atriði á sér stað u.þ.b. þegar eftirrétturinn var framreiddur í fjölskylduboði dagsins:

Farbror Willy (við litlu sænsku frændur sína á aldrinum 4-8 ára, sagt með stöðluðum ýktum sænskum hreim): "Jahå grabbar, herregud var härligt det är med lite vaniljglass och kaffe!!!"

(Farbror Willy hellir mjólk í kaffið)

Litli sænski frændinn John (8 ára): "Men hörru Farbror Willy, du vet att det är bara tjejer* som tar mjölk i kaffet?"

(Vandræðaleg þögn)

Töffari dagsins er því þessi litli sænski frændi minn John fyrir að venja mig af þessum slæma sið að menga kaffið mitt með mjólk.

Hann er mjög sænskur og lítur svolítið út eins og Emil í Kattholti nema mínus húfan og súpuskálin.



Annars er margt sem bíður afgreiðslu hér á Krappetíkrappinu og eru æstir lesendur sem endranær beðnir um að sýna biðlund. M.a. er von á frekari svæsnum leðjumyndum af Roskilde og svæsnum bjór- og saltkringlumyndum úr ferð Æðstaprestsins til Múnkchen (hægt að lesa eilítið um þá ferð hjá básúnuleikaranum). Þetta hefst allt á endanum.

* Sprund, víf, fljóð, kjellingar

Engin ummæli: