
Aðrar fréttir tengdar bílaeign foreldra minna er sú að hinn hundtryggi Ford Taunus skutbíll föður míns (A-1773) fagnaði um daginn 25 ára afmæli sínu, og hefur örugglega aldrei verið sprækari en nú. Það er ekkert sem þjálfar upphandleggsvöðvana betur en að taka U-beygju á Taunusnum, sem þarf ósjaldan að gera í Þórunnarstrætinu þökk sé girðingarinnar sem aðskilur akreinarnar fyrir utan húsið.

Ég sá einmitt á skattframtali heimilisins að bílaeignin er metin á samtals 125 þúsund, Gráni á 59 þúsund og Taunusinn á 66. Yndislegt að eiga svona nægjusama foreldra (sem eru þó með flatskjá í eldhúsinu).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli