


Eins og sést þá hefur Fonsi a.m.k. þrjú fyrirsætupós (öfugt við eitt fyrirsætupós hjá mér): "Virðulegur", "Ógnandi yfirvegun" og "Dúlla". Það er alltént mjög hressandi að fá að njóta reglulegra samskipta við kött á ný eftir langt hlé, eða allt frá því að Halla Búbúkisi var og hét. Ég þakka því innilega háæruverðuguum leigusala mínum Balla fyrir að láta ábyrgð á velferð kattarins fylgja með íbúðinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli