16.5.06

Ádíósleivkrapp



Ég heimta að það verði sett alþjóðleg lög sem banni Audioslave að taka Rage against the machine lög. Þetta er næstum því eins hræðilegt og þegar þeir tóku Killing in the name á Live8 í fyrra. Ég hef reyndar alveg gaman af Audioslave þegar þeir taka eigin lög (þó þeir nái auðvitað hvorki upp í Soundgarden né RATM), en ég fatta ekki þetta dómgreindarleysi að láta sér detta sér í hug að láta Chris Cornell fara með sömu línur og Zack gerði í gamla daga sællar minningar.

Ég og Hanna stefnum einmitt ótrauð á að fara hingað í lok ágúst, þar sem einmitt títtnefndir Ádíósleiv verða að spila. Áður en til þess giggs kemur þá verð ég eiginlega að koma með einhverja neyðaráætlun ef þeir fara hreyfa við þessum forna menningararfi RATM.

Gaman samt að segja frá því að á nákvæmlega sömu hátíð árið 2000 sá ég RATM á sviði í fyrsta og eina skipti. Það var ákaflega hressandi þó þeir hafi spilað alltof stutt eins og vill verða á svona hátíðum. Þeir tónleikar voru þriðju síðustu tónleikar RATM þannig að ég sé ekki eftir að hafa gripið gæsina á meðan hún gafst.

Engin ummæli: