Hægðalosandi krapp
Mjámjá. Mjámjámjá. Mér tókst að lifa af viku í landi tjalla (ekki erfitt þar sem þeir voru langflestir alltof útúrreyktir til að geta gert flugu mein) og hef snúið aftur til Draugabæjar Dauðans, kallaður svo þar sem þeir einu sem eftir eru í þessum bæ sem ég þekki eru foreldrar mínir. Krapp.
Mér þætti öngvu að síður gaman að fá smá skýringu á einum ákaflega dularfullum draumi sem ásótti mig fyrir nokkrum dögum, en í þessum draumi kom m.a. fram Ragnar Veigar Gvuðmundsson hýperkrappari, sem mér skilst að sé orðinn einhvursskonar búðarblók í höfuðborginni. Mig dreymdi sumsagt að ég ætti afmæli, sem er ekki í frásögur færandi, nema í þessum draumi var ég orðinn háður einhvursskonar róandi lyfjum í töfluformi sem ég tók á hverju kvöldi til að hjálpa mér að sofna (var að sjálfsögðu í afneitun útaf öllu saman). Nú, á þessum afmælisdegi ætlaði ég að gera mér dagamun og fá mér svona töblur, og hringdi þá í dílerinn minn, sem svo skemmtilega vildi til að var áðurnefndur Ragnar Veigar. Við hittumst sumsagt einhvursstaðar og hann lét mig hafa tvær töflur, sem var pakkað inn í svona venjulegar plast-álpappírslyfjaumbúðir. Við skildum að skiptum, og ég byrjaði á því að poppa eina pilluna án þess að lesa hvað stóð aftaná umbúðunum. Þegar ég loksins las það þá komst ég að því að þar stóð eitthvað í átt við "Klarókrapp - Hægðalosandi". Nú duttu mér allar dauðar lýs úr höfði, því þá rann upp fyrir mér að Raggi hafði auðvitað ætlað að gera mér grikk í tilefni af afmæli mínu og selja mér laxerandi í staðinn fyrir róandi. Sniðugur kallinn atarna.
Ég leit þá á hina töfluna og sá að hún var einnig hægðalosandi, en þó af öðru vörumerki. Nú var úr vöndu að ráða, því ég gat annaðhvort látið eins og ekkert hafi í skorist og endað daginn með fjögurra tíma klósettsetu, eða skokkað og ælt upp þessari töflu sem ég var búinn að taka. Þrátt fyrir að mér hefði örugglega ekkert veitt af því að hreinsa aðeins ristilinn, þá tók ég seinni kostinn, og fór að einhverju klósetti (sem var að sjálfsögðu á næstu grösum, allt er svo mikið innan seilingar í draumum), rak hendina á mér ofaní kok þangað til ég ældi einhverri slettu. Þá tók við klósettköfun í sönnum Treinspottíng-anda við að ná í pilluna, og tókst mér að finna hana á endanum. Það síðasta sem ég man er sumsagt ég krjúpandi fyrir framan klósettið, með sælubros á vör og held töblunni sigri hrósandi í axlarhæð með vinstri hendi.
Ef einhver getur ráðið í þetta þá væri það ágætt fyrir þann sama að taka þá ráðningu og troða henni uppí óæðri endann, því eins og alþjóð veit þá eru draumaráðningar bara húmbúkk og vitleysa. Breytir því ekki að þetta var þokkalega súr draumur...
9.9.02
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli